Ópus 1–5 eru kennslubækur fyrir nemendur sem stunda grunn- og miðnám í tónfræðum.
Við gerð bókanna var stuðst við námskrá Mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Útgáfa Ópus tónfræðibókanna á íslensku og ensku hófst 2008.

Höfundar bókanna eru Guðfinna Guðlaugsdóttir og Marta E. Sigurðardóttir.

Síður úr Ópus 1–5.

Guðfinna útskrifaðist úr tón­mennta­kennara­deild Tónlistar­skólans í Reykjavík árið 1988. Lengst af starfaði hún sem tónfræða­kennari hjá Tónlistarskóla Kópavogs til 2018 ásamt því að vera virk í útgáfu námsefnis.

Marta útskrifaðist úr tónmennta­kennara­deild Tónlistar­skólans í Reykjavík árið 1987. Hún starfaði sem tónfræðakennari og deildarstjóri hjá Tónlistarskóla Kópavogs frá 1986 til 2018. Marta hefur einnig verið virk í námsefnisgerð.

Rán Flygenring er teiknari og hönnuður bókanna. Rán útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur starfað sjálfstætt sem teiknari síðan.

Music and Notation
Kennarahefti – verkefni í skriflegri tónheyrn fyrir nemendur.

Vinnubók í tónheyrn
Nemendahefti – form fyrir skriflega tónheyrn.

Tónheyrnarverkefni 1–5
Verkefni í munnlegri tónheyrn fyrir nemendur.

Síður úr Ópus 1–5.